Fótbolti - Embla semur til 2027

12.mar.2025  13:00

Eyjakonan Embla Harðardóttir hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027 um að leika með liðinu. Embla hefur spilað upp alla yngri flokkana hjá ÍBV og verið lykilmaður í sínum liðum síðustu ár.

Embla er 18 ára gömul en hún hefur leikið 26 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV, 13 þeirra komu í Lengjudeildinni síðasta sumar, en á sama tíma var hún lykilmaður í U20-ára liði ÍBV sem vann sér sæti í A-deild að nýju.

Knattspyrnuráðið hlakkar til samstarfsins við Emblu á komandi árum.