Fótboltaskóli ÍBV hefst föstudaginn.
Skráning í gangi á Sportabler til 18.desember.
Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu.
Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember.
- 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn)
- 4.fl og 5.fl. karla og kvenna frá 13:00-14:30(fös,lau, sunn)
,, Planið er að skipta hópunum upp eftir getu, þá aldri og kyni og virkja sem flesta. Við fáum einhverja leikmenn úr mfl. karla og kvenna til að kíkja við sem og foreldra. En fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt og gott fyrir krakkana að hreyfa sig um jólin á meðan æfingar eru stop". Segir Trausti Hjaltason sem verður einn þjálfarana.
Meðal annarra þjálfara má nefna:
* Sísí Láru, leikmann ÍBV, fyrverandi íþróttakona ársins í Eyjum og landsliðskonu.
* Alex Frey, fyrirliða ÍBV og Kollagensérfræðing.
* Guðmund Tómas, þjálfari ÍBV til margra ára og suðurlandsmeistari í FIFA.
skráning hér: