Fótbolti - Jörgen Pettersen í ÍBV

06.des.2024  18:30

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út árið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þrótti Reykjavík þar sem hann lék í Lengjudeildinni í sumar.

Samtals á Jörgen sem er 27 ára 114 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim 26 mörk. 2025 verður fimmta keppnistímabil hans á Íslandi en áður lék hann tvö sumur með ÍR og tvö með Þrótti. 

Jörgen, sem er miðjumaður, kemur til með að styrkja lið ÍBV og er hann fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið frá því að Þorlákur Árnason tók við liðinu. 

Knattspyrnuráð býður hann velkominn til Vestmannaeyja.