Sænski miðvörðurinn Mattias Edeland hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifar undir tveggja ára samning við félagið. Mattias er 25 ára gamall og kemur til félagsins frá sænska liðinu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild Svíþjóðar.
Mattias kom til Stocksund frá Trosa-Vagnharad en áður hafði hann verið á mála hjá Huddinge IF. Hann hefur leikið nánast hverja einustu mínútu hjá Stocksund á leiktíðinni og þótt standa sig vel.
Knattspyrnuráð hlakkar til að fá Mattias til Vestmannaeyja og býður hann velkominn.