Lettneska knattspyrnukonan Viktorija Zaicikova verður áfram hjá ÍBV næstu tvö árin eftir að hún skrifaði undir samning í vikunni. Viktorija hefur leikið þó nokkrar leikstöður með ÍBV en hefur mest spilað á miðjunni síðustu tímabil.
Þessi 24 ára leikmaður hefur leikið með ÍBV síðan árið 2021 og hefur samtals leikið 99 KSÍ leiki og skorað í þeim 18 mörk, í ár skoraði hún í 5 leikjum og lék 17 af 18 leikjum ÍBV í Lengjudeildinni. Þá skoraði hún tvö mörk í frábærum sigri á Breiðabliki á Hásteinsvelli á hennar fyrsta ári með ÍBV.
Hún hefur leiki 54 landsleiki fyrir Lettland og lék 805 mínútur af þeim 810 sem landsliðið lék á árinu.
Knattspyrnuráð fagnar því að Viktorija verði áfram leikmaður liðsins næstu árin.