Fótbolti - Ally Clark til ÍBV

02.des.2024  15:35

Bandaríska knattspyrnukonan Ally Clark hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna á leiktímabilinu 2025. Ally getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að styrkja lið ÍBV.

Henni hefur verið lýst sem hröðum og beinskeyttum leikmanni og tala fyrrum samherjar og þjálfarar hennar um hana sem góðan leikmann og manneskju. 

Ally hefur leikið á árinu með Odense í efstu deild Danmerkur og einnig með Apollon frá Kýpur sem voru ekki langt frá því að vinna sér inn leik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Áður en hún færði sig yfir hafið til Evrópu þá hafði hún leikið í nokkur ár í háskóla í Columbia og eitt ár í Colorado.

Knattspyrnuráð fagnar komu Ally til félagsins og vonast til að hún muni hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum.