Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur ákveðið að kveðja ÍBV og róa á önnur mið eftir þrjú ár innan félagsins. Á þeim tíma hefur Mikkel verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna, auk þess að hafa komið að þjálfun yngri markvarða félagsins.
Mikkel kom til ÍBV fyrir leiktímabilið 2022 en hann var í teymi meistaraflokks karla í Bestu deildinni tvö leiktímabil og eitt tímabil í Lengjudeildinni, þá var hann einnig í teymi meistaraflokks kvenna í tvö tímabil í Bestu deildinni og eitt tímabil í Lengjudeildinni.
Mikkel var frábær samstarfsmaður og mjög vel liðinn af þeim sem hann þjálfaði, gaf mikið af sér utan æfinga og leikja og hjálpaði til við að gera starf ÍBV enn betra. Ljóst er að það félag sem Mikkel tekur til starfa hjá næst dettur í lukkupotinn að fá frábæran félagsmann og þjálfara til sín.
Knattspyrnuráð vill þakka MIkkel fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem taka við hjá honum.