Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar.
Sandra er 25 ára fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið tvær leiktíðir með ÍBV og eina með Keflavík hér á landi. Áður en hún kom til Íslands árið 2022 lék hún í heimalandinu Lettlandi, á Kýpur, í Þýskalandi og í Austurríki.
Hún var einungis 15 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Lettland og hefur hún tvívegis verið í lettneska landsliðinu þegar það hefur unnið Eystrasaltsbikarinn. Með landsliðinu hefur hún leikið 63 landsleiki og skorað í þeim 15 mörk.
Með Riga FS í heimalandinu lék hún í 11 leikjum í undankeppni Meistaradeildarinnar og einum með kýpverska liðinu Apollon.
Knattspyrnuráð hlakkar til áframhaldandi veru Söndru hjá félaginu sem hefur einnig aðstoðað við þjálfun yngstu flokka félagsins.