Knattspyrnumaðurinn Jón Arnar Barðdal hefur skrifað undir samning við ÍBV til loka tímabilsins en hann kemur til með að hjálpa liðinu í baráttunni í Lengjudeildinni.
Jón Arnar er 29 ára gamall sóknarmaður sem lék með Stjörnunni upp alla yngri flokkana en á hans meistaraflokksferli hefur hann leikið 122 deildarleiki á Íslandi, rúmlega þriðjung þeirra í efstu deild með HK og Stjörnunni þar sem hann hefur skorað fimm mörk. Í næst efstu deild hefur hann leikið 36 leiki með Fjarðabyggð, ÍR og Þrótti og skorað 7 mörk.
Árið 2014 lék Jón 4 leiki fyrir Stjörnuna sem urðu Íslandsmeistarar og fóru taplausir í gegnum deildina.