9 stúlkur á æfingar með yngri landsliðum HSÍ

17.nóv.2023  09:29

UPPPFÆRT: Lilja Kristín Svansdóttir var kölluð inn á æfingar með U15 í gærkvöldi

 

Yngri landslið kvenna hjá HSÍ æfa dagana 23.-28. nóvember nk. og voru gefnir út æfingahópar í vikunni fyrir U15, U16, U18 og U20, og á ÍBV 9 iðkendur sem taka þátt í þessum æfingum.

 

Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir völdu Kristínu Klöru Óskarsdóttur og Lilju Kristínu Svansdóttur til æfinga með U15.

 

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson völdu Agnesi Lilju Styrmisdóttur, Birnu Dögg Egilsdóttur og Klöru Káradóttur til æfinga með U16.

 

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson völdu Birnu Dís Sigurðardóttur og Birnu Maríu Unnarsdóttur til æfinga með U18, ásamt Alexöndru Ósk Viktorsdóttur sem nú leikur með Ikast í Danmörku.

 

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu Amelíu Dís Einarsdóttur og Söru Dröfn Richardsdóttur til æfinga með U20.

 

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið!