Fótbolti - Lokahóf knattspyrnudeildar 2023

08.nóv.2023  15:45

Myndir: Tígull

Lokahóf meistaraflokka félagsins í knattspyrnu var haldið sl. laugardag. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemmning. Bjarni Ólafur Guðmundsson betur þekktur sem Daddi Diskó fór með veislustjórn og gerði það af mikilli snilld. Matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda og var það mál mann að sjaldan hefði smakkast betri matur. 

Það má því þá með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt og vel heppnað.

 

Meistaraflokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn: Guðný Geirsdóttir

ÍBV-ari: Júlíana Sveinsdóttir

Markahæsti leikmaðurinn: Olga Sevcova

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Helena Jónsdóttir

 

Meistaraflokkur karla:

Besti leikmaðurinn: Elvis Bwomono

ÍBV-ari: Felix Örn Friðriksson

Markahæsti leikmaðurinn: Sverrir Páll Hjaltested

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Tómas Bent Magnússon

 

2. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Embla Harðardóttir

ÍBV-ari: Thelma Sól Óðinsdóttir

Mestu framfarir: Elísa Hlynsdóttir

 

2. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Viggó Valgeirsson

ÍBV-ari: Dagur Einarsson

Mestu framfarir: Karl Jóhann Örlygsson