Fótbolti - Olga áfram hjá ÍBV og lánuð til Tyrklands

07.nóv.2023  19:15

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV en hún hefur þegar verið lánuð til tyrkneska félagsins Fenerbahce þar sem hún mun leika þar til hún kemur til liðs við ÍBV áður en leiktímabilið 2024 hefst í apríl.

Olga er lettnesk landsliðskona sem hefur leikið mjög vel með ÍBV í Bestu deildinni síðustu leiktímabil ýmist sem framherji eða kantmaður. Hún hefur skorað 20 mörk í 69 leikjum í efstu deild en hún var efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins árið 2022 í Bestu deildinni. 

Það er mikilvægt fyrir ÍBV að halda Olgu hjá félaginu en hún er frábær leikmaður og karakter innan liðsins.