Æfingagjöld 2023

05.jan.2023  14:49

 

Líkt og greint var frá við tilkynningu æfingagjalda í janúar 2022, var búið að ákveða að þau myndu hækka í tveimur skrefum.

Æfingagjöld hækka hjá félaginu á nýju ári. En þau höfðu ekki hækkað á árunum 2020 og 2021. Þrátt fyrir hækkanir eru æfingagjöld hjá félaginu með því lægsta sem þekkist í landinu. Það er aðeins hægt vegna þeirra góðu fjáraflana sem félagið hefur, velvilja bæjarbúa og fyrirtækja. Miklar verðlagshækkanir hafa verið undanfarið ár og rekstur yngri flokka því einnig orðið kostnaðarsamari fyrir vikið.

Rekstur yngri flokka hjá félaginu er talsvert kostnaðarsamari á hvern iðkanda en þau æfingagjöld sem félagið innheimtir, það þekkist almennt ekki hjá öðrum félögum hérlendis að félög geti niðurgreitt æfingagjöld svo myndarlega.

Aðalstjórn hefur þrátt fyrir allt ákveðið að hækka æfingagjöld hóflega fyrir árið 2023 og verða þau sem hér segir:

 

 

Árgjald

Önnin

2-3 ára

2019-2020

    

    13.900 ISK

4-6 ára

2017-2018

    

    22.950 ISK

7-10 ára

2013-2016

    98.000 ISK

 

11-12 ára

2011-2012

  103.000 ISK

 

13-16 ára

2007-2010

  108.000 ISK

 

17-18 ára

2005-2006

    50.000 ISK

 

 

Ganga má frá æfingagjöldum inná vefslóðinni: https://www.sportabler.com/shop/IBV1
Hvetjum við foreldra til að gera það sem fyrst.

Fyrir hönd aðalstjórnar

Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV
ÁFRAM ÍBV