Hinn 18 ára gamli Ólafur Haukur Arilíusson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann er uppalinn hjá ÍA og hefur leikið þar til ársins 2022. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja með hann innan raða ÍBV.
Ólafur lék með KFS og 2. flokki ÍBV á árinu sem er að líða og tókst honum að skora í deild með KFS og í deild og bikar með 2. flokki félagsins.
Í KFS lék hann lykilhlutverk, á miðjunni, í góðu liði sem endaði í 6. sæti deildarinnar, með frammistöðu sinni vakti hann verðskuldaða athygli og náðust samningar við hann nú rétt fyrir jól.
Knattspyrnuráð væntir mikils af leikmanninum næstu ár og vonast til að hann muni ná að stimpla sig vel inn í liðið á komandi leiktíð.