Fótbolti - Mikkel Hasling áfram hjá ÍBV

15.nóv.2022  13:44

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um eitt ár og kemur því til með að vera áfram markmannsþjálfari meistaraflokkanna á næstu leiktíð.

Mikkel sem er 31 árs kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð og sinnti starfi markmannsþjálfara meistaraflokks karla og kvenna, auk þess var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Mikil ánægja er innan félagsins með störf Mikkels og fagnar knattspyrnudeildin því að hann haldi áfram að starfa fyrir deildina.