Fótbolti - Viktorija hjá ÍBV til 2024

01.nóv.2022  10:00

Viktorija Zaicikova hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni næstu tvö leiktímabil.

Viktorija hefur leikið tvö tímabil með liði ÍBV, leikið samtals 48 leiki með liðinu og skorað í þeim 11 mörk. Hún er 22 ára landsliðskona hjá Lettlandi sem hefur leikið margar stöður í liði ÍBV, t.a.m. í bakverði, inni á miðjunni og á köntunum.

Mikil ánægja er innan félagsins með þessar fregnir og hlökkum við til komandi leiktíðar með Viktoriju innanborðs.