Fótbolti - Lokahóf knattspyrnudeildar 2022

31.okt.2022  12:02

Haley og Eiður Aron best

Lokahóf meistaraflokka félagsins í knattspyrnu var haldið sl. laugardag. Stelpurnar kláruðu sína leiki 1. október og enduðu í 6. sæti í Bestu deild kvenna. Strákarnir kláruðu sína leiki á laugardag, breyting var á mótinu þeirra en leikin var tvöföld umferð og síðan var deildinni skipt í efri og neðri hluta. Þar sem þeir enduðu í 9. sæti eftir deildarkeppnina þá léku þeir í neðri hlutanum þegar deildinni var skipt upp, en þar náðu þeir að hækka sig upp um eitt sæti og enduðu því í 8. sæti Bestu deildar karla.

Bræðrasynirnir Jón Ingason og Sigurður Arnar Magnússon voru heiðraðir fyrir að hafa náð að spila 100 leikina sína í sumar og svo voru eftirtaldar viðurkenningar veittar til efstu flokka félagsins: 

 

Meistaraflokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn: Haley Marie Thomas

ÍBV-ari: Guðný Geirsdóttir

Markahæsti leikmaðurinn: Olga Sevcova

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Thelma Sól Óðinsdóttir

 

Meistaraflokkur karla:

Besti leikmaðurinn: Eiður Aron Sigurbjörnsson

ÍBV-ari: Alex Freyr Hilmarsson

Markahæsti leikmaðurinn: Andri Rúnar Bjarnason

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Arnar Breki Gunnarsson

 

2. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Þóra Björg Stefánsdóttir

ÍBV-ari: Selma Björt Sigursveinsdóttir

Mestu framfarir: Helena Jónsdóttir

Markahæsti leikmaðurinn: Þóra Björg Stefánsdóttir

 

2. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Ólafur Haukur Arilíusson

ÍBV-ari: Dagur Einarsson

Mestu framfarir: Karl Jóhann Örlygsson

Markahæsti leikmaðurinn: Eyþór Orri Ómarsson