Fótbolti - Arnar Breki í æfingahóp hjá U-21

25.okt.2022  11:19

Davíð Snorri Jónasson U-21 landsliðsþjálfari hefur valið Arnar Breka Gunnarsson í æfingahóp fyrir U-21 landslið Íslands. Æfingahópurinn að þessu sinni er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika á Íslandi. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir vináttulandsleik gegn Skotum sem fram fer í nóvember, en lokahópur verður tilkynntur síðar.

ÍBV óskar Arnari Breka innilega til hamingju með valið!