Lokahóf 3. flokka í fótbolta

28.sep.2022  14:16

Í gærkvöldi fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni ásamt því að farið var til Svíþjóðar í júlí og tekið þátt í Gothia Cup. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september. Mótinu var skipt upp í 3 lotur, þar sem liðin gátu unnið sig upp um riðil, fallið niður um riðil eða staðið í stað. Bæði lið hófu mótið í C-riðli, strákarnir féllu niður í D-riðil eftir lotu 2 en unnu sig aftur upp í þriðju og síðustu lotunni, en stelpurnar unnu sig upp í B-riðil í lotu 2 og munaði litlu að þær hefðu tryggt sér sæti í A-riðli fyrir næsta tímabil í þriðju og síðustu lotunni. 

 

ÍBV þakkar iðkendum fyrir skemmtilegt fótboltasumar!

 

Þau sem fengu viðurkenningar:

 

3. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Birna María Unnarsdóttir

Framfarir: Embla Harðardóttir

ÍBV-ari: Rakel Perla Gústafsdóttir og Birna Dís Sigurðardóttir

 

3. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Birkir Björnsson

Framfarir: Þórður Örn Gunnarsson

ÍBV-ari: Kristján Logi Jónsson