Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur til með að leika með knattspyrnuliði ÍBV út keppnistímabilið á láni frá Val.
Auður þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hún lék frábærlega með liðinu síðustu tvær leiktíðir. Guðný Geirsdóttir lék fyrstu 8 deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni og er hún enn frá vegna þeirra meiðsla.
ÍBV er í hörkubaráttu í Bestu deildinni þar sem liðið er með 17 stig í 4. sætinu eftir 10 umferðir.
Mikil ánægja er með komu Auðar til ÍBV og býst knattspyrnudeildin við miklu af Auði sem hefur verið ein af betri markvörðum Íslands síðustu ár.