Sú ákvörðun var tekin í gær eftir lengdan umhugsunarfrest sem félaginu var veittur á miðvikudaginn, að skrá kvennalið ÍBV í handbolta til keppni í EHF European Cup tímabilið 2022-2023, en félagið vann sér inn þátttökurétt á mótið á liðnu tímabili. Ekki hyggjast öll íslensku félögin nýta sér þátttökurétt sinn í ár en umsóknarfrestur rann formlega út þriðjudaginn 28. júní.
Stelpurnar okkar stóðu sig hins vegar með eindæmum vel síðasta vetur og komust alla leið í 8-liða úrslit keppninnar.
Sigurður Bragason er áfram þjálfari liðsins og honum til halds og trausts verður áfram Hilmar Ágúst Björnsson.
Áfram ÍBV