Fótbolti - Felix framlengir!

25.jún.2022  10:45

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Felix Örn Friðriksson hefur framlengt samning sinn við ÍBV út tímabilið 2024. Felix er, þrátt fyrir ungan aldur, með mikla reynslu og okkur mikilvægur leikmaður. Þá má einnig nefna að Felix er mjög öflugur félagsmaður og ÍBV-ari.

Til hamingju með samninginn Felix og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!