Fótbolti - Jessika Pedersen til liðs við ÍBV

04.maí.2022  14:40

Knattspyrnukonan Jessika Pedersen hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Jessika er 28 ára og getur leikið allar stöður í varnarlínunni.

Jessika lék síðast hjá IFK Kalmar en liðið leikur í efstu deild í Svíþjóð. Hún kemur til Vestmannaeyja á morgun og er nú þegar komin með leikheimild með liðinu.

Hún gæti komið við sögu í næsta leik liðsins gegn KR á mánudaginn er liðin mætast á KR-velli.