Fótbolti - Sandra Voitane til ÍBV

10.jan.2022  15:45

Sandra Voitane mun leika með ÍBV á komandi leiktíð í efstu deild kvenna, hún lék síðast í Austurríki en hefur einnig leikið í Þýskalandi og á Kýpur. Í Þýskalandi lék hún í efstu deild árið 2020 og varð fyrsti Lettinn til að spila þar. 

Sandra er lettnesk landsliðskona og kemur til með að hitta tvo samlanda sína hjá félaginu, þær Olgu Sevcovu og Viktoriju Zaicikovu, sem áttu báðar gott tímabil með ÍBV á síðasta ári.

Hún er 22 ára og getur leikið margar stöður á vellinum, hjá lettneska landsliðinu hefur hún að mestu leyti leikið sem bakvörður í síðustu verkefnum. Hún á 39 leiki fyrir landsliðið og hefur skorað í þeim 12 mörk.