Fótbolti - Ameera Hussen til ÍBV

10.jan.2022  10:30

ÍBV hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Ameera Hussen að leika með liðinu á komandi leiktíð í efstu deild kvenna. Ameera er 22 ára leikmaður sem kláraði tímabilið í Washington háskóla í nóvember.

Hún hefur leikið í fimm ár með háskólanum og var í vor valin í besta lið Pacific-region á lokahófi deildarinnar. 

Ameera leikur sem miðjumaður og bindur félagið miklar vonir við leikmanninn fyrir tímabilið.