Fótbolti - Ársrit knattspyrnudeildar 2021 komið út

04.jan.2022  11:00

Ársit knattspyrnudeildarinnar er komið út fyrir árið 2021, árið var mjög gott hjá ÍBV þar sem karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild á ný með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Hlekkur á ársritið.

Meistaraflokkur kvenna hjá félaginu hélt sæti sínu í efstu deild og vann glæsta sigra á tímabilinu, t.a.m. á móti Breiðabliki í upphafi tímabils.

Ársritið er fullt af skemmtilegum stuttum pistlum og viðtölum við stóra karaktera sem tengjast klúbbnum þar á meðal leikmenn og þjálfara meistaraflokka liðsins. Þá er einnig samantekt yngri flokka auk þess að myndir frá tímabilinu birtast.

Knattspyrnudeild ÍBV vill þakka fyrir allan stuðninginn á árinu og óskar í leiðinni öllum stuðningsmönnum liðsins gleðilegs nýs árs.