Fótbolti - Dave Bell aðstoðar Hermann

22.des.2021  21:02

ÍBV hefur gert tveggja ára samning við Englendinginn Dave Bell um að vera aðstoðarþjálfari hjá félaginu. Dave kemur með mikla reynslu inn í þjálfarateymið en hann hefur starfað við fótbolta í áratugi. Sem dæmi má nefna að hann hefur verið á mála hjá Manchester United, Watford og í Skotlandi. Þá var hann einnig "caretaker" stjóri hjá Chetser á sínum tíma. Dave heimsótti Vestmannaeyjar á dögunum og var heillaður af Eyjunni og er spenntur fyrir komandi verkefnum. Hann mun flytja til Eyja í upphafi árs.

Velkominn Dave og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!