Fótbolti - Danskur markmannsþjálfari til ÍBV

07.des.2021  19:10

Knattspyrnuráð ÍBV hefur samið við danan Mikkel Hasling um markmannsþjálfun hjá félaginu. Mikkel kemur til ÍBV frá Lyngby en hann hefur víða komið við sem leikmaður og þjálfari á sínum ferli. Hlutverk Mikkel verður að þjálfa markmenn meistaraflokka ÍBV, sjá um afreksstefnu markmanna og liðsegja markmannsþjálfara yngri flokka. 

ÍBV bindur miklar vonir við Mikkel og hans störf og býður hann hjartanlega velkominn til Eyja!

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!