Fótbolti - Sydney Carr til liðs við ÍBV

04.des.2021  11:30

Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Carr hefur gengið til liðs við ÍBV og mun leika með félaginu í efstu deild kvenna á næsta ári. Sydney klárar háskóla í Bandaríkjunum í ár en hún er í Seattle University. 

Í Seattle leikur Sydney með knattspyrnuliði skólans í efstu deild háskólaboltans og var markahæsti leikmaður efstu deildar á leiktíðinni 2020-21. Hún skoraði þar 16 mörk í 16 leikjum, auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hún var valin WAC sóknarmaður ársins og auk þess í WAC liði ársins. 

Sydney hefur verið valin í bandarísku U17 og U19-ára landsliðin. 

ÍBV bindur miklar vonir við Sydney og bjóðum við hana velkomna til félagsins og Vestmannaeyja.