Fótbolti - Gunnar Heiðar stýrir KFS áfram

16.nóv.2021  13:42

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari KFS. Gunnar hefur stýrt KFS undanfarin tvö ár. Fyrra árið fóru þeir upp úr 4. deildinni og í sumar endaði liðið í 6. sæti 3. deildar þrátt fyrir brösuga byrjun. Samstarf 2. flokks og KFS hefur gengið mjög vel og hefur það orðið til þess að ungir leikmenn ÍBV eru að fá betri reynslu en áður. Það er því keppikefli allra að halda KFS áfram í 3. deild, það er mikilvægt fyrir uppbyggingastarf félagsins. 
Jákvætt er að halda Gunnari Heiðari innan raða félagsins áfram, hann mun áfram vera mikilvægur hlekkur í því að styrkja samstarfið milli meistaraflokka ÍBV og KFS við starf 2.flokks og 3.flokks í félaginu.


ÁFRAM KFS og ÍBV.