Lokahóf meistaraflokka félagsins í knattspyrnu var haldið sl. laugardag en þar var Pepsi Max deildar sætum liðanna vel fagnað. En eins og flestir vita tryggðu strákarnir í meistaraflokki sér sæti á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deild karla næsta sumar með því að lenda í 2. sæti Lengjudeildarinnar og meistaraflokkur kvenna hélt sínu sæti á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deild kvenna en þær höfnuðu í 7. sæti deildarinnar.
Júlíana Sveinsdóttir og Felix Örn Friðriksson voru heiðruð fyrir að ná 100 leikum, Júlíana í sumar en Felix í fyrrasumar. Þar sem ekki var hægt að halda lokahóf eftir tímabilið í fyrra þá nýtti knattspyrnuráð karla tækifærið og afhenti Jóni Ingasyni viðurkenningu fyrir að vera leikmaður ársins 2020 og Tómasi Bent Magnússyni viðurkenningu fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn 2020.
Ian Jeffs var heiðraður, en hann mun hverfa á braut eftir langan og farsælan feril sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.
Veittar voru eftirtaldar viðurkenningar til elstu flokka félagsins.
Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Olga Sevcova
ÍBV-ari: Clara Sigurðardóttir
Markahæsti leikmaðurinn: Viktorija Zaicikova
Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn: Þóra Björg Stefánsdóttir
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Eiður Aron Sigurbjörnsson
ÍBV-ari: Guðjón Pétur Lýðsson
Markahæsti leikmaðurinn: Sito
Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn: Guðjón Ernir Hrafnkellsson
2. flokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Helena Jónsdóttir
ÍBV-ari: Thelma Sól Óðinsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Ragna Sara Magnúsdóttir
Markahæsti leikmaðurinn: Selma Björt Sigursveinsdóttir
2. flokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Björgvin Geir Björgvinsson
ÍBV-ari: Dagur Einarsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Haukur Helgason
Markahæsti leikmaðurinn: Andrés Marel Sigurðsson