Fótbolti - Hrafnhildur Hjaltalín til ÍBV

17.maí.2021  13:50

Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hjaltalín hefur skrifað undir samning hjá ÍBV og mun leika með liðinu út tímabilið. Hrafnhildur hefur að mestu leikið með HK undanfarin ár en einnig sameiginlegu liði HK/Víkings og Fjölni. 

Hún lék heilt tímabil með HK í fyrra sem fór upp úr 2. deildinni, HK fékk einungis á sig 14 mörk í 16 leikjum. 

Hrafnhildur kemur til með að koma inn í meistaraflokkinn sem og 2. flokk félagsins.

Við hjá ÍBV viljum bjóða Hrafnhildi velkomna og vonum að samstarfið muni reynast báðum aðilum vel.