Fótbolti - ÍBV hefur leik í Pepsi-Max deild kvenna á morgun

03.maí.2021  13:51

Fyrsti leikur Pepsi-Max deildar kvenna fer fram á morgun kl. 18:00 þegar ÍBV fær Þór/KA í heimsókn. Lið ÍBV hefur tekið miklum breytingum á milli ára og hvetjum við alla til að koma á leikinn og sjá liðið hefja nýtt tímabil. 

Þetta er 11. tímabil ÍBV í efstu deild kvenna í röð eftir að liðið komst upp úr 1. deildinni 2010. Besti árangur ÍBV frá árinu 2010 er 2. sætið en þá vann Þór/KA einmitt deildina. 

Gestirnir eru einnig með nokkuð breytt lið og verður gaman að sjá hvernig stelpunum okkar gengur í þessum fyrsta leik. 

Áfram ÍBV!