Fótbolti - Stefán Ingi í ÍBV

30.apr.2021  12:30

ÍBV hefur samið við Stefán Inga Sigurðarson um að leika með liðinu í sumar. Stefán Ingi er tvítugur sóknarmaður með mikla hæð og kemur hann á láni frá Breiðabliki. Næsti leikur ÍBV er á morgun og verður Stefán löglegur í leiknum.

Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði með að hafa fengið Stefán til liðsins og vilja forsvarsmenn ÍBV þakka Breiðablik fyrir gott samstarf í þessum félagaskiptum.

Velkominn Stefán Ingi og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!