Fótbolti - Leikmaður ársins framlengir!

30.des.2020  14:46

Það er kjörið að enda þetta ár með góðum fréttum og hefur Jón Ingason skrifað undir framlengingu á samningi sínum og verður hjá ÍBV út tímabilið 2022. Jonni sneri til baka fyrir liðið tímabil eftir dvöl hjá Grindavík og skólagöngu í Bandaríkjunum. Endurkoma Jonna var það vel lukkuð að hann var valinn leikmaður ársins en hann sýndi bæði öflugan varnarleik og mikla hvatningu inni á vellinum. Þá tókst honum að skora þrjú mörk í sumar.

Knattspyrnuráð lýsir yfir ánægju með lengdan samning og óskar Jonna til hamingju með framlenginguna. Áfram ÍBV!