Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið 2021.
Clara er uppalin í ÍBV en lék með Selfoss á seinustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur er Clara reynslumikill leikmaður sem á að baki 76 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Clara hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og spilað þar 35 leiki og skorað 7 mörk, en hún á leikjametið með U-17 ára landsliðinu.
Það er mikið gleðiefni fyrir okkur hjá ÍBV að Clara hafi ákveðið að koma aftur heim og taka þátt í þeirri baráttu sem framundan er í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Clara er liðinu mikill liðsstyrkur og er frábær félagsmaður innan og utan vallar.