Fótbolti - Eliza framlengir við ÍBV

17.nóv.2020  13:54

Eliza Spruntule hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár. Eliza spilaði 13 leiki fyrir ÍBV seinasta sumar en hún er einnig fastamaður í landsliði Lettlands. Ásamt því að spila fyrir meistarflokk félagsins er Eliza að þjálfa hjá yngri flokkum félagsins.

ÍBV fagnar því að hafa Elizu áfram í sínum herbúðum þar sem að mikil ánægja er með hennar störf, bæði innan sem utan vallar.