Fótbolti - Hanna Kallmaier valin best

10.nóv.2020  09:00

Kristjana efnilegust, Júlíana ÍBV-ari og Karlina markadrottning

Þjálfarar meistaraflokks og 2. flokks kvenna hafa gert upp nýafstaðið tímabil og valið leikmenn ársins. Síðastliðið tímabil verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir en þó líklega helst fyrir þau áhrif sem covid setti á það, en lokaundirbúningurinn fyrir sumarið fór að mestu fram með 2ja metra bili, stoppa þurfti mótið á miðju tímabili, félög fóru í sóttkví og að lokum var tímabilið flautað af eftir þriggja vikna stopp nú í lok október. Meistaraflokkur endaði í 8 sæti með 17 stig, en tvær umferðir voru eftir af mótinu þegar það var flautað af og féllu út úr bikarnum í 16 liða úrslitum. 2. flokkur endaði í 6. sæti með 12 stig, en áttu 4 leiki eftir þegar mótinu var aflýst ásamt því að komast í undanúrslit í bikar.

 

Þær sem hlutu viðurkenningar eftir tímabilið:

 

Meistaraflokkur

Leikmaður ársins: Hanna Kallmaier

Efnilegust: Kristjana Sigurz

ÍBV- ari: Júlíana Sveinsdóttir

Markadrottning: Karlina Miksone

 

2. flokkur

Leikmaður ársins: Þóra Björg Stefánsdóttir

Efnilegust: Thelma Sól Óðinsdóttir

Mikilvægust: Ragna Sara Magnúsdóttir