Fótbolti - Margrét Íris skrifar undir

03.jún.2020  14:07

Í dag skrifaði Margrét Íris Einarsdóttir undir 2.ára samning við ÍBV.  Margrét Íris hefur leikið 23 meistaraflokksleiki en Margrét hefur átt í erfiðum meiðslum undanfarin 3.ár eftir að ílla var brotið á henni í leik.  Margrét Íris hefur nú jafnað sig ágætlega af meiðslunum og stefnir ótrauð að spiltíma í sumar.
ÍBV fagnar þessum áfanga.

ÁFRAM ÍBV