Fótbolti - Draumaleikur ÍBV

09.apr.2020  15:48

ÍBV goðsagnirnar Tómas Ingi Tómasson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson fengu það verkefni að velja draumalið sín fyrir draumaleik ÍBV sem fer ekki fram þann 18. apríl. Mikið var tekist á um marga leikmenn og voru launatölur með rosalegasta móti. Tómas Ingi borgaði með bröndurum að auki en Gunnar Heiðar toppaði hann stöku sinnum með harðfiski. Að endingu tókst þeim að velja sitthvort liðið og eru bæði liðin rosaleg!

Hægt er að kaupa barnamiða sem og fullorðinsmiða á leikinn. Við bjóðum einnig upp á VIP miða en innifalið í honum er reyktur lundi og brekkustóll. Að endingu er hægt að kaupa miða í eftirpartý hjá sigurliðinu en það er bannað að kyssa bikarinn. Hægt er að kaupa miða hér: https://tix.is/is/event/9971/draumaleikur-ibv/

(Ath. þessi leikur mun ekki fara fram og er aðeins um styrk að ræða)

Hér að neðan má sjá spá fjölmiðlamannanna Gumma Ben og Elvars Geirs, liðin og texta um þá frábæru leikmenn sem spila leikinn:

Byrjunarlið Tómasar Inga

Birkir Kristinsson
Hálfur maður, hálft vélmenni.  Aldrei æft með neinum sem hefur lagt sig jafn mikið fram á æfingum og aukaæfingum. Besti markmaður Íslands án nokkurs vafa.

Friðrík Örn Sæbjörnsson
Fellibylurinn. Fann upp aðferðafræðina „aldrei að hleypa manni og bolta fram hjá þér.“ Á eina bestu setningu sem ég hef heyrt á fótboltavelli. Vorum að spila við FH rétt fyrir þjóðhátíð og honum lendir saman við Óla Kristjáns. Segir við hann þegar þeir standa upp „lem þig á þjóðhátíð.“ En gerði það ekki því þvílíkur rólindis drengur, utan vallar.

Hlynur Stefánsson
Ofurmaðurinn. Besti leikmaður ÍBV sem ég hef spilað með.  Getur spilað allar stöður á vellinum og er frábær hvar sem hann spilar. Gleðigjafi í hóp og mikill Dire Straits fan og misnotaði fyrirliðabandið til að spila þá fyrir alla leiki.

Heimir Hallgríms
Lesandinn. Er svipaður og ég í hraða, hlaupum 100m á rétt rúmum degi, en með bestu staðsetningar og skilning á leiknum af þeim sem ég hef spilað með.  Var alltaf fyrstur að fagna leikmönnum sem skoruðu þótt hann spilaði aftast á vellinum. Óskiljandi vegna hraða hans en staðsetningar greinilega góðar.

Nökkvi Sveinsson
Múrbrjóturinn.  Nökkvi er harðasti leikmaður pr. cm í heiminum. Ekki margir sem fóru framhjá honum án þess að finna „smá“ nart. Höfundur fljúgandi tæklinga. Leikmaður sem myndi henda sér fyrir lest til að bjarga liðsfélögum.

Jón Bragi Arnarsson
Frændi.  Stærri útgáfa af Nökkva. Með þessa tvo fyrir framan vörnina sé ég ekki neinn fara heilan í gegn. Masteraði Guðgeir Leifsson í innköstum og gat kastað allt upp í 200 metra ef það var ekki of mikið að gera í vinnunni. Á eina stærstu skóhillu í heimi þar sem hann setti skóna á hilluna eftir hvert tímabil.

Ingi Sig
Stormurinn.  Stoðsendingakóngur íslensks fótbolta. Maðurinn sem breyttist úr lambi í varúlf þegar hann steig inn á völlinn.  Frábæt að spila með Inga en hann tók við af mömmu að mata mig.

Sigurlás Þorleifsson
Hugsuðurinn. Breytti mér mikið sem spilara og besti þjálfari sem ég hef haft í Eyjum. Útsjónasemi hans var með afbrigðum og hann vildi ekki að ég væri að verjast, þarf að segja meira. Gott komment frá Lása: „Ég nenni ekki að pæla í varnarleik, skorum bara fleirri en þeir.“

Bjarnólfur Lárusson
Lang fallegasti leikmaður sem ég hef spilað með. Bæði fallegur innan sem utan vallar. Eini leikmaður ÍBV sem hefur birst nakinn framaná tímariti er nóg til að hann sé í liðinu.  Áttum í love/hate sambandi inni á vellinum sem hjálpaði okkur báðum að ná hámarki út úr hvorum öðrum.

Steingrímur Jóh.
Hvirfilvindurinn. Steini er einn af þeim skemmtilegri leikmönnum sem ég hef spilað með.  Mætti alltaf of seint á æfingar en aldrei of seint í teiginn. Spilaði með honum fyrsta leikinn hans með ÍBV gegn Fram og sló hann strax í gegn. Oft var talað um stóra og litla sentera parið en hjá okkur var þetta fljóti og seini.

Tómas Ingi
Snigillinn.  Var seinn að hlaupa en hugsaði mikið og gat farið flóknar leiðir.  Einu sinni sagði Heimir við mig: „Af hverju geturðu ekki bara gert eins og hinir?“ Elska þessa setningu.

Varamenn

Adolf Óskarsson
Kötturinn. Því miður meiddist Dolli snemma á ferlinum en þvílíkur acrobat sem drengurinn var.  Hef trú á að hann hefði getað náð miklum frama í boltanum ef meiðsli hefðu ekki komið til skjalanna.

Jón Óli
Formaðurinn. Einn af þremur úr Svítugenginu verður að vera í hópnum. Ekki hægt að ímynda sér betri mann með í ferðalögum. Þekkir fótboltasögu mína betur en ég nokkurntíman. Hefði viljað sjá hann spila meira en hann er klárlega í hóp sem ég vel.

Kári Fúsa
Varamaðurinn. Spilaði reyndar aldrei með Kára en hann var mest á bekknum á þeim tíma sem pabbi spilaði. Fannst hann kjörinn til að vera yfirmaður bekkjafélagsins.

Martin Eyjólfsson
Bjargvætturinn. Erfitt að hugsa sér varamannabekk hjá ÍBV án þess að Malli sé þar. Þó að hæfileikarnir hafi verið nægir til að vera oftar í byrjunnarliði voru innhoppin hans af bekknum til þess að hann var „súper sub.“ Bjargaði okkur í tvígang þegar við voru svo að segja fallnir.

Þjálfari: Tómas Pálsson
Það er við hæfi þar sem Lási er spilandi að pabbi fái þetta þjálfarajobb. Líkleg ástæða er að þá verð ég alltaf í liðinu.

 

Byrjunarlið Gunnars Heiðars

Halldór Páll
Frábær markmaður sem getur náð langt. Stór, sterkur og með góðar spyrnur. Bikarmeistari 2017.

Ívar Bjarklind
Skemmtilegur leikmaður sem var gaman að fylgjast með frá Hólnum þegar maður var að byrja fara á leikina. 

Zoran Miljkovic
Einn besti hafsent sem ég hef séð á Hásteinsvelli. Eitt svalasta móment sem ég hef séð á vellinum á ævinni var vítaspyrna hans í bikarúrslitaleiknum á móti Keflavík 1997. Labbar sultuslakur frá miðjunni að vítapunktnum. Skýtur boltanum upp í hægri samskeytin og labbar sultuslakur til baka. Eins og að drekka vatn fyrir hann. Fyrir þá sem ekki vita þá er einmitt hægra augað hans hálf-lokað...skiptir engu máli fyrir hann!

Hemmi Hreiðars
Traustur, sterkur og með mikið keppnisskap. Frábær leikmaður sem ég fékk heiðurinn að spila með í landsliðinu. Leikmaður sem þú vilt hafa í liðinu þínu....þú getur reyndar verið kýldur af honum þó að þú hafir skorað mark fyrir liðið ykkar #truestory #beenthere

Matt Garner
Eyjapeyi með frábæran vinstri fót. Leggur sig alltaf 100% fram og er mjög vanmetinn leikmaður. Bikarmeistari 2017. 

Andri Ólafs
Frábær leikmaður sem var gott að hafa í sínu liði. Stór, sterkur, með mikinn sigurvilja og góðar sendingar. Mjög svipaður leikmaður og Steven Gerrard nema bara aðeins hærri og myndarlegri. Bikarmeistari 2017.

Sigurvin Ólafs
Einn af þessum leikmönnum sem maður tók eftir þegar maður var að byrja að fara á leikina. Með frábæran leiksskilning, sendingar og skot. Klassa leikmaður!

Ian Jeffs
Við náðum gríðarlega vel saman alveg frá degi 1. Erum með líka sýn á fótboltann og hvernig eigi að spila hann. Geggjaður leikmaður sem maður gat alltaf treyst á.

Atli Jóh
Við byrjuðum sem andstæðingar, Þór vs. Týr. Þar sem við í Þór unnum nær alla leiki! En eftir sameiningu þá urðum við nær óaðskiljanlegir alveg þangað til ég fór í atvinnumennsku árið 2004. Algjörlega magnaður leikmaður sem skilaði alltaf sínu. Við náðum alltaf gríðarlega vel saman og þau voru nú ófá mörkin sem ég skoraði eftir sendingu frá honum. Með frábæran vinstri fót, frábærar sendingar og svo tók hann mjög oft upp á því að lúðra á markið frá ótrúlegustu stöðum á vellinum og boltinn lenti alltaf upp í samskeytunum! Frábær leikmaður!

Gunnar Heiðar
Markaskorari af guðs náð! Eini spilandi aðstoðarþjálfarinn í sögu ÍBV sem hefur orðið bikarmeistari. Bikarmeistari 2017.

Ásgeir Sigurvins
Líklega besti leikmaðurinn í sögu ÍBV. Með baneitraðan vinstri fót! Hann var ein af fyrirmyndum mínum þegar ég var að byrja í fótbolta. Það er Auðunni Jörgens (S1) að þakka. Hann gaf mér úrklippubók sem hann átti um Ásgeir Sigurvins. Þarna sá ég að ef þú vilt og leggur nógu hart að þér þá getur þú orðið atvinnumaður í knattspyrnu þó að þú komir frá Vestmannaeyjum. Hann gaf mér einmitt fyrsta tækifærið mitt með landsliðinu árið 2005 í leik á móti Ítalíu.

Varamenn

Abel Dhaira
Frábær markmaður sem ákvað stundum að taka skrýtnar ákvarðanir J Mikill skemmtikraftur inni á vellinum. Algjör öðlingur sem var tekinn alltof snemma frá okkur. #rip

Einar Fidda
Miðað við allar sögurnar frá honum og sonum hans þá er hann líklega næst besti leikmaðurinn í sögu ÍBV ;) Ég treysti bæði honum og sonum hans en hann fær að byrja leikinn á bekknum. Hann var víst með rosalegan hægri fót!

Ívar Ingimars
Einn af mörgum frændum mínum í þessu liði! Frábær leikmaður sem hjálpaði mér mikið þegar ég var að taka mín fyrstu skref í mfl. ÍBV 16-17 ára gamall. Mikill leiðtogi sem þú gast alltaf treyst á. Fékk þann heiður að spila með honum í landsliðinu og í Reading þegar ég fór þangað á láni. Algjör fagmaður!

Sindri Snær
Leikmaður sem ég náði vel við þegar við spiluðum saman. Með mikla hæfileika sem ég vona að hann haldi áfram að þróa. Topp eintak!

Tryggvi Guðmunds
Frábær leikmaður með geggjaðan vinstri fót. Mikill markaskorari sem ég fékk heiðurinn að spila með í landsliðinu....og næstum því í ÍBV ;)

Þjálfari: Maggi Gylfa
Líklega sá þjálfari sem ég tengdist best við. Fagmaður fram í fingurgómana og hjálpaði hann mér mikið. Eðal eintak!

Spá fjölmiðlamanna
Elvar Geir, Fótbolti.net: Tómas 5-4 Gunnar Heiðar
Ávísun á það geggjaðan fótboltaleik að fólk mun krefjast þess að borga meira þegar það yfirgefur Hásteinsvöll! Rússíbanareið sem endar með ofurtæpum sigri Tómasar Inga. Tvær safaríkar sóknarlínur en Birkir Kristins sér til þess að Team TIT tekur þetta með flautumarki.

Gummi Ben, Stöð 2 sport
Hér kemur mín spá eftir að hafa legið yfir þessum liðum í nokkra daga.

Stál í stál leikur þar sem fimm mörk verða skoruð. Venni skorar fyrsta markið á 13. mín með geggjuðu skoti (með vindi) fyrir utan teig og Gunnar Heiðar kemur sínu liði í 2-0  á 34.mín með því að fylgja eftir þrumuskoti Geira Sigurvins í stöngina. Tómas Ingi minnkar muninn á 43.mín þegar fyrirgjöf Inga Sig hrekkur af mjöðminni á honum og í netið og hálfleikstölur 2-1 GHÞ liðinu í vil.

Seinni hálfleikur hefst með látum og Nökkvi fær verðskuldað beint rautt fyrir ljóta tæklingu á Ian Jeffs. TIT liðið leggur þó ekki árar í bát og jafnar metin á 74.mín með marki Steingríms Jóhannessonar sem einhvern-vegin hleypur á boltann sem fer af leggnum á honum og yfir Abel sem var komin í markið vegna meiðsla Halldórs.
Það stefnir allt í jafntefli en þá skiptir Maggi Gylfa brjáluðum Tryggva Guðmundssyni inná og TG9 skorar stórkostlegt sigurmark með vinstri gull fætinum sínum. Í kjölfarið tryllast samherjarnir Bjarnólfur & Frikki og munnhöggvast um stund áður en dómari leiksins sendir þá báða í sturtu og TIT liðið átti ekki afturkvæmt þremur leikmönnum færri.

Lokatölur 3-2!