Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti hjá ÍBV í gær þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta eru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Knattspyrnuráð karla leggur ríka áherslu á að skapa verkefni fyrir alla og eru þrjú lið sem við höfum til þess; M.fl. ÍBV, 2. flokkur ÍBV og KFS. Hið síðast nefnda er vissulega sjálfstætt lið en mun vinna náið með ÍBV. Tengingu hefur verið komið á milli þessara liða og er hún með þessum hætti: Helgi Sig er þjálfari m.fl. Ian Jeffs er aðstoðarþjálfari m.fl. og þjálfari 2. flokks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari KFS og aðstoðarþjálfari 2. flokks. Með þessu ættu allir að vera með puttann á púlsinum og er markmiðið að efnilegir leikmenn fái þau tækifæri sem þeir eiga skilið.
Til hamingju með samningana strákar og áfram ÍBV!