Fótbolti - Guðjón Ernir til ÍBV!

06.jan.2020  16:21

Guðjón Ernir Hrafnkelsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV. Guðjón kemur frá Hetti þar sem hann á 40 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Knattspyrnuráð karla er gríðarlega ánægt með að fá Guðjón til ÍBV og er skemmtilegt frá því að segja að þessi 18 ára peyi var valinn í U-19 ára landsliðið ásamt Tómasi Bent en þeir eru einmitt frændur. Guðjón er fluttur til Vestmannaeyja og tekur slaginn með okkur alla leið.

Velkominn til ÍBV Guðjón!