Clara með stórleik

06.nóv.2019  15:29

Clara Sigurðardóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir U-19 ára landslið Íslands er liðið lagði Svía af velli 3-0.  Clara lék sem framliggjandi tengiliður og lagði upp tvö af þremur mörkum Íslands.
Hér að neðan má sjá lýsingu MBL á mörkum Íslands í leiknum.

Hild­ur Þóra kom ís­lenska liðinu yfir strax á 16. mín­útu með föst­um skalla úr markteign­um eft­ir horn­spyrnu Evu Rut­ar Ásþórs­dótt­ur. Linda Líf Boama tvö­faldaði for­ystu ís­lenska liðsins á 25. mín­útu eft­ir vel út­færða skynd­isókn. Arna Ei­ríks­dótt­ir hreinsaði frá marki og bolt­inn barst til Clöru Sig­urðardótt­ur sem átti hár­ná­kvæma send­ingu inn fyr­ir vörn Svía á Lindu sem lagði bolt­ann snyrti­lega fram hjá mark­manni Svía og staðan orðin 2:0.

Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir skoraði þriðja mark ís­lenska liðsins á 35. mín­útu,  aft­ur eft­ir vel út­færða skynd­isókn hjá ís­lenska liðinu. Cl­ara Sig­urðardótt­ir átti þá send­ingu inn á Kar­en sem skaut föstu skoti frá víta­teigs­horn­inu og bolt­inn fór yfir mark­mann Svía og í netið.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur