Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik.
Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við heimaleik gegn Val og mun Andri stýra liðinu í leiknum og fá innanbúðar aðstoð til þess.
Fleiri góðar fréttir eru af karlafótboltanum hjá ÍBV því Daníel Geir Moritz hefur tekið formennsku í knattspyrnuráði og Magnús Sigurðsson hefur bæst við það að auki. Áfram munu Magnús Elíasson, Haraldur Bergvinsson og Guðmundur Ásgeirsson vera í ráðinu og er stefnt að því að fjölga um 1-2 til viðbótar.
Við óskum þeim öllum velfarnaðar í komandi verkefnum. Áfram ÍBV!