Staða framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags laus til umsóknar

11.apr.2019  20:21

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags. Framkvæmdastjóri heyrir undir aðalstjórn félagsins og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri þess.

Starfsemi ÍBV eru margþætt en fyrir utan hið almenna íþróttastarf heldur félagið Þjóðhátíð, tvö stór fótboltamót, tvö handboltamót sem og Þrettándahátíð ár hvert.  Nánari upplýsingar um íBV má finna á www.ibvsport.is.

Starfssvið:

  • Yfirumsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri, þar með talið starfsmannahald, fjármál og samskipti við deildir félagsins og opinbera aðila
  • Yngri flokkar félagsins
  • Utanumhald um viðburði félagsins
  • Gerð fjárhags- og starfsáætlana
  • Samræming verkefna og eftirfylgni þeirra
  • Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og/eða menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af íþróttastarfi
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum, samskiptahæfni og samstarfsvilji
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli
  • Haldgóð tölvukunnátta
  • Reynsla af stjórnun

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar um starfið veita Unnar Hólm Ólafsson, formaður, unnarholm@gmail.com og Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, varaformaður, gudbjorgerla18@gmail.com

Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2019. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.  Umsóknum má skila rafrænt á netfangið ibv@ibv.is eða í pósthólf 33, 902 Vestmannaeyjar merkt starfsumsókn.