Fjórar frá ÍBV á æfingar hjá HSÍ

15.nóv.2018  08:05


Einar Guðmundsson og Díana Guðjónsdóttir, þjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 30 manna hóp til æfinga 22. – 25. nóvember.
Þau völdu fjóra leikmenn frá ÍBV, Elísu Elíasdóttur, Helenu Jónsdóttur, Rakel Oddný Guðmundsdóttur og Þóru Stefánsdóttur.
Æfingarnar fara fram á Reykjavíkursvæðinu.

ÍBV óskar þessum efnilegu leikmönnum innilega til hamingju með þennan árangur