Fótbolti - Mætum snemma á sunnudaginn

24.ágú.2018  11:30

KR - ÍBV fer fram á sunnudaginn kl 14:00
Mæting klukkutíma fyrir leik í félagsheimili KR, þar sem seldar eru veitingar og drykkir.
Komum öll í hvítu og gerum þetta að ógleymanlegum leik.
Skráning í rútuferð VSV er í fullum gangi hér.

ÍBV sigraði á KR vellinum í fyrra en mörkin skoruðu Gunnar Heiðar, Hafsteinn Briem og Sindri Snær og þau má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 
Hvað gerist um helgina? Það fer allt eftir mætingu og stuðningi Eyjamanna.
Mætum og hvetjum!

ÁFRAM ÍBV