VSV býður stuðningsmönnum uppá fría rútuferð á leik KR - ÍBV sem fram fer á sunnudaginn nk. kl 14:00.
ÍBV mætir KR á Alvogenvelli, í evrópuslag í 18.umferð Pepsideildarinnar. Með sigri er orðinn raunhæfur möguleiki á því að ÍBV verði aftur í evrópukeppninni á næsta ári.
Er því um sannkallaðan úrslitaleik að ræða og þarf liðið því allan þann stuðning sem það getur hugsanlega fengið.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að kosta rútur fyrir rúmlega 100 manns svo unnt sé að mynda alvöru eyjastemmingu á þessum mikilvæga leik. (Borga þarf fyrir Herjólfsferð og miða á völlinn).
Allir velkomnir sem ætla að styðja liðið til sigurs og helst að mæta í treyju eða ÍBV merktu.
Rútan fer frá Landeyjahöfn eftir 11:00 ferð Herjólfs úr Eyjum, tekur upp stuðningsmenn á Hvolsvelli kl 12:00 á N1 sjoppunni og keyrir svo beint á völlinn þar sem verður grill og kaldur til sölu á vellinum. Rútan heldur af stað til baka eftir leik kl 16:00 og stoppar á Hvolsvelli aftur á N1 sjoppunni þar til hún heldur af stað til að ná 19:45 ferð Herjólfs til Eyja.
Skráning hér fyrir neðan:
Hér má fylgjast með skráningu í rútuferðina:
(uppfærist á 5 mín fresti, endurhlaða þarf síðuna)