Reglulega er ritað og rætt um hversu mikilvægt það sé að hafa Pepsideildarleiki á laugardögum! Stuðningsmenn ÍBV hafa þar verið fremstir í flokki, sumir til að geta fjölmennt af fastalandinu og heimamenn vilja geta stutt sína menn og skemmt sér áhyggjulausir frá vinnu og öðrum erindum.
Nú er komið að því! Enn einn leikurinn á laugardegi í sumar og við ætlum að bæta um betur og vera einnig með stemmingu 45 mínútur fyrir leik.
Veigar í boði fyrir bakhjarlakort, pylsur og svalar fyrir krakkana og sólin úr miðju sólkerfisins mun sýna sitt besta andlit.
Það er tvennt sem má ekki klikka, það er mæting á þennan gríðarlega mikilvæga leik. Það má enginn Vestmannaeyingur eða leikmaður má vantmeta lið Keflavíkur sem náði í stig á Samsung-vellinum og unnu ÍBV á undirbúningstímabilinu í Apríl og stuðningsmenn mega ekki verða áhorfendur á leiknum. Stuð og stemmingu í 90 mínútur, berjumst fyrir þessum stigum leggjum okkur öll fram og sýnum með mætingu okkar að við viljum hafa leiki á laugardögum!!
FRÍTT á leikinn í boði Ísfélags Vestmannaeyja!
Áfram ÍBV!
Við ætlum að hvetja liðið okkar áfram, ekkert tuð og væl. Munum að ungu eyrun eru líka á vellinum!