Goslokaleikur ÍBV - Breiðablik fer fram á laugardag kl 16:00.
Um er að ræða leik í 12. umferð Pepsi deildar karla.
Seinni hluti deildarinnar hefst í Eyjum á laugardaginn. ÍBV vann sannfærandi sigur á grönnum okkar í Grindavík og er nú kominn tími til að fylgja eftir sigri með sigri. Deildin hefur verið gríðarlega jöfn og þarf liðið allan þann stuðning sem mögulegur er til að sækja sigra. Leikurinn á laugardag verður þar enginn undantekning.
Grillvagninn verður á sínum stað og mikið húllumhæ allt í kringum völlinn. Gilli Hjartar mun frumsýna nýjustu róðarvélina úr Hressó í hálfleik og hver veit nema Georg mörgæs láti sjá sig og heilsi uppá Peppa Pepsidós sem verður að sjálfsögðu á svæðinu ásamt fríðu föruneyti frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Gerum góða helgi enn betri og styðjum strákana í að sækja þessi mikilvægu stig, algjör 6 stiga leikur fyrir okkar menn. Mætum og hvetjum til sigurs, sýnum liðinu alvöru stuðning á þessari stóru samkomu Vestmannaeyinga.
Áfram ÍBV